19.2.2007 | 22:07
10 ára þróunarsaga kjara kennara
Kennarar verða að passa sig á þvi að festast í umræðunni og lifa stöðugt í fortíðinni, en þa þýðir ekki að ekki sé hægt að læra af henni og forðast þá pitti sem forverar okkar hafa því miðut allt of oft fallið í.
Sögulegt samhengi síðstu fjögurra samninga.
Samningurinn frá 1995 eftir 6 vikna verkfall fól í raun í sér eftirfarandi:
(* Tölurnar eru m.a. fengnar upp úr skýrslu um mótun menntastefnu og kjarasamningi HÍK og KÍ frá 1995)
Staðan fyrir verkfall 1995
Vinnudagar kennara á ári fyrir verkfall 172 (þar af starfsdagar 12, dagar til skólasetningar og skólaslita 2 og dagar til kennslu og prófa 158
Staðan eftir verkfall 1995
Vinnudagar kennara á ári eftir verkfall 181+7 (+ 7 starfsdögum var breytt í kennsludaga).Þar af starfsdagar 5 á starfstíma skóla, bundnir vinnudagar í ágúst/júní 6 (starfsdagar að sumri), og dagar til kennslu og prófa 170
7 starfsdögum á starfstíma skóla var breytt í kennsludaga. Fyrir samningana 1995 höfðu kennarar þessa 7 starfsdaga til ráðstöfunar til annara starfa en kennslu s.s. undirbúnings og samráðs eftir atvikum. Þessi verðtryggðu vinnufríðindi voru seld án þess að fá neitt fyrir því rök samningarmanna voru þau að í raun kostaði þetta ekkert þar sem ekki væri um aukið vinnuframlag að ræða heldur aðeins breyting á vinnuframlagi þ.e. þetta hefði ekki áhrif á fjölda vinnudaga á ársgrundvelli. 7 starfsdagar í skiptum fyrir 7 kennsludaga. Það sem gleymdist hinsvegar að sú vinna sem kennarar gátu unnið á þessum 7 starfsdögum hvarf ekki við það að breyta þeim í kennsludaga. Vinnan breyttist einfaldlega í kvöld og helgarvinnu þ.e. aukið vinnuálag. Starfsdagarnir voru horfnir" og þar með sá tími sem kennarar höfðu sérstaklega til að vinna þá vinnu sem þeir unnu á þessum dögum. Verkefnunum fækkaði hinsvegar ekki við þessa kerfisbreytingu. Dagarnir voru síðan taldir, þ.e. fjöldi vinnudaga á ársgrundvelli og menn komust að því að þessi kerfisbreyting ætti ekki að kosta neitt og ekki bæri að meta hana til launa.
Í raun var þessi kerfisbreyting jafngild 7 daga vinnuauka þótt það hafi ekki komið fram í heildarfjölda vinnudaga á ársgrunni.
Í ljósi þessa má segja að samningurinn 1995 hafi falið" í sér 7 auka daga sem voru aldrei taldir til launa, látum það aldrei gerast aftur.
Heildarfjöldi vinnudaga sem kennarar bættu á sig 1995 var því 9 + 7 = 16 dagar
Hver vinnudagur kennara var þá 8,5 klst og því bættu kennarar á sig sem nam 136 klukkustundum. Launahækkunin var hinsvegar hlægileg og náði engan vegin dagvinnulaunum ef stundirnar hefðu reiknast sem slíkar.
Það má hinsvegar færa rök fyrir því að viðbótarvinnuna hefði átt að meta til launa á yfirvinnukjörum því þetta var viðbót við það starf sem fyrir samninga taldist fullt starf.
Ef samningamenn kennara hefðu verið snjallir þá hefði verið best að verðtryggja þennan vinnuauka með því að bæta honum inn sem sérstökum stundum eða einingum til viðbótar við grunnlaun. Þá hefðu tímarnir t.d. verið merktir sérstaklega á launaseðli sem starfsdagastundir og þá væru stundirnar þar enn sýnilegar og greiddar sem yfirvinna. Þannig hefði þetta viðbótarvinnuframlag haldið verðgildi sínu. Grunnlaun gera það ekki.
Vinnuframlagsaukning kennara í samningunum 1995 jafngilti 16 vinnudögum. Prósentuaukning vinnu var 16/172 eða 9,3 % til viðbótar við það sem áður var talið fullt starf sem hefð átt að greiðast sem yfirvinna en var hinsvegar illa metin á dagvinnutaxta. Vinnuaukningin tók strax gildi 1 ág. '95 en launahækkanirnar komu á tveim árum. Grunnkaupshækkun sem var 15 % að meðaltali og kom til framkvæmda á 2 árum. Hún var ekki verðtryggð og glataðist strax þegar aðrar stéttir náðu fram kjarabótum án þess að selja fríðindi sín (má þar t.d. nefna framhaldsskólakennara á þessum tíma)
1997
Í samningaviðræðum 1997 stefni í uppsagnir grunnskólakennara í stórum stíl eftir að drög að svokölluðum tilraunasamningi litu dagsins ljós (samningur sem varð seinna 2001 að kjarasamningi smá breyttur og nánar útfærður) í samningaviðræðum. En allavega kennarar sýndu fádæma hörku og fyrir lá að kennarar myndu segja upp í stórum stíl ef vinnutímabreytingar sem voru í samningsdrögunum yrðu að veruleika. Í kjölfarið tókst að ljúka samningum við grunnskólakennara án þess að bætt væri á þá viðbótarvinnu enda stefndi í stórátök og viðsemjandinn sá að kennarar létu ekki bjóða sér endurtekningu frá 1995 með hækkun launa gegn auknu vinnuframlagi.
Sá kjarasamningur sem gerður var við grunnskólakennara að loknu eins dags verkfalli í október 1997 gildir til ársloka 2000 og er hann metinn til 32-33% meðaltalshækkunar á samningstímanum. Ekki tókst að semja um breytingar á vinnutíma eins og upphaflega var stefnt að. Nokkur átök urðu um gerð þessa samnings og hélt launanefnd tvær launamálaráðstefnur til að ræða og gera sveitarstjórnarmönnum grein fyrir samningmálum við kennarafélögin (Karl Björnsson, formaður Launanefndar sveitarfélaga)Samantekt. 2001
Síðustu 4 kjarasamningar grunnskólakennara hafa verið ólíkir innbyrðis en þó ekki. 1995 voru laun hækkuð fyrir aukið vinnuframlag til grunnkaups og það sama gerðist árið 2001. 1997 og 2004 hækkuðu laun hins vegar án þess að kennarar bættu við sig vinnu auk þess vannst nokkuð af réttindum til baka árið 2004.
Við virðum vera á sama stað í goggunarröð launa og fyrir samningana 1995 en höfum bætt við okkur tæpum 34 virkum dögum (16, 1995 og 17,3, 2001) auk þess sem binding á vinnutíma okkar hefur aukist gríðarlega sjá erindi að ofan. Allar stéttir sem selt hafa kaffitíma, stytt matartíma eða eitthvað þess háttar hafa gert það fyrir skammtíma gróða. Ég heyrði á tal tveggja kvenna sem störfuðu í sundlaug og þær voru einmitt að tala um gömlu góðu dagana þegar álagið var minna á þeim vegna kaffitímanna og lengri matarhléa. Það er ekki regla að það þrufi að ,,borga" fyrir launahækkanir með aukinni vinnu. Launahækkanir eiga að koma fyrir unnin störf, öll önnur vinna á að greiðast sem yfirvinna. Vinnutíminn er verðtryggður og brennur ekki upp í verðbólgu eða launasamanburði annarra stétta, það gera grunnlaunin hins vegar. Vinnuframlag til dagvinnunnar minnkar ekki þá að verðbólga geysi, það gerir kaupmáttur hinsvegar. Ef Kennara hefðu fengið alla þá daga og öll þau réttindi sem þeir hafa gefið/selt greidd í dag sem yfirvinnu værum við líklega á grænni grein kjaralega.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.