19.2.2007 | 21:56
Ísland í dag
Óli Lofts. formaður FG var í Íslandi í dag og stóð sig með prýði. Verst að hann skyld ekki fá lengri tíma til að fjalla um málefni grunnskólans. Hann talaði um 0,75% launahækkunina sem LN hefur boðið kennurum sem eru um 1.800 kr á mánuði, sem síðan á eftir að skattleggja. Þessi tæpi 2.000 kall á að koma til móts við almenna kjara- og verðlagsþróun sem hefur orðið frá nóv. 2004-sept. 2006. Nær lagi væri að hækka launin um 15% til að mæta þróuninni. Það er grátlegt að horfa á eftir þessu tækifæri fyrir sveitarfélögin að minnka launabilið á milli menntunnar- og uppeldisstétta. Þetta bil og þessi vandi hverfur ekki þó að sveitarstjórnarmenn stingi höfðinu í sandinn. Ég skil ekki hvernig sveitarstjórnamenn fara með mannauðinn í skólunum, þeir virðast ekki gera sér grein fyrir ólgunni eða bara er alveg sama um stærsta málaflokk sveitarfélaganna. Það ætti að vera í starfslýsingu þessara manna og kvenna að þau þurfa að axla ábyrgð á aðgerðum/aðgerðaleysi sínu. Það þýðir ekki að fela sig á bak við LN sem síðan segist bara hafa umboð til að hækka launin um 1.800 kr á mánuði, sorglegt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.